Saturday, September 27, 2008

Fjórar furðuverur i Taj Mahal

Hampi var i alla stadi rosalega skemmtilegur og ahugaverdur baer. Gonguferdin var allgjor snilld og vid misstum okkur algjorlega i bananakaupum hja apamusterinu. Eftir langt stopp i apamusterinu forum vid svo i siglingu nidur vatn i bambuskorfu, thad var svaka gaman.




Thegar vid vorum ad skoda einn af stodunum thar sem Hinduar bidja, fengum vid rauda punkta ur heilogu dufti a ennid eda "holy powder" eins og konan kalladi thad, okkur leid samt sma kjanalega med tha. I Indversku hofin er oft buid ad hoggva ut mjog frumlegar kynlifsmyndir af monnum og dyrum, en thetta kallast Kama sudra, okkur finnst myndirnar mjog fyndnar.



I Hampi reyndum vid ad hlada adeins batteriin thvi framundan voru miklir lestardagar. Fyrst thurftum vid ad taka stutta lest og bida svo a lestarstod i 2 tima eftir naestu lest. En thad sem verra var ad thad var storfurdulegur gaur eftir okkur allan timann, hann elti okkur bokstaflega ut um allt og stod bara og stardi a okkur og andadi eins og naut. Vid fundum a endanum jarnstikki og settum fyrir framan hann og thannig nadum vid ad halda honum i fjarlaegd fra okkur i sma tima, thvi gaurinn fattadi ekki ad labba yfir jarnid!
Eftir mjog pirrandi bid a lestarstodinni forum vid inn i naestu lest sem var 32 tima lest til Agra i sleeper class (thad er odyrasta farrimid thar sem svefnbeddar eru til stadar). Vid erum ekki ad grinast en storfurdulegi gaurinn elti okkur inn i lestina, svo Kari sa um ad henda honum ut ur lestinni a medan vid komum okkur fyrir. Thetta var mjog sertstok upplifun.

Thad er mjog gaman ad segja fra thvi en Kari pantadi ovart tvaer svitur fyrir okkur i Agra, svo vid kvildum okkur i svitunum og skodudum Taj Mahal. Taj Mahal er ca. 350 ara gamalt grafhysi sem Mogulkeisarinn Shah Jahan let byggja i minningu um konuna sina. Thegar Shah Jahan lest var hann grafinn fyrir hlidina eiginkonunni. Vid forum inn i Taj Mahal og saum legstad theirra.

Thad var einstok upplifun og alveg olysanlegt ad sja thetta fallega grafhysi og thad er ekki skritid ad thetta er ein mest myndada bygging i heiminum. Taj Mahal er risa stor og alls stadar buid ad skera ut rosalega flott munstur. Vid horfdum mikid a thessa fallegu og einstoku byggingu og a medan horfdu margir a okkur Islendingana eda "furduverurnar". Thad var endalaust verdi ad bidja um ad taka myndir af okkur og thad voru ekki faar myndir teknar af okkur med odru folki, thad er mjog skritid thegar madur er ordin vinsaelli en Taj Mahal!

Eftir 30 tima stopp i Agra tok vid onnur lestarferd, en hun var 35 timar, vid vorum i betra farrimi en sidast og thurftum thvi ekki ad horfa a eins marga kakkalakka og enga rottu i thetta sinn. I lestinni kinntumst vid manni fra Banglades og kenndum honum ad spila Uno, honum fannst thad ekkert sma gaman.

Vid komum loksins til Kolkata og a hotelid okkar sem var alveg meirihatta, NOT, thad var hreint ut sagt algjor horbjodur. Thad vantadi rudurnar i gluggana hja Dagny og Kara svo thad var opid ut a gotu, veggirnir voru med 2 metra haa skitarond, gat i loftinu og...... Thetta gerdi thad ad verkum ad vid vorum ekki lengi ad skipta um hotel eftir nottina thar. Nuna erum vid hinsvegar a glaesihoteli her i Kolkata og njotum thess i botn ad fara i heita sturtu.

Kolkata er menningarmidstod Indlands og er i marga stadi mjog olik hinum borgum Indlands. Thad er mjog gaman ad vera her i Kolkata og nestu dagar fara i ad skoda borgina betur.
A thridjudaginn kvedjum vid svo Indland og holdum til Kina.

Vid sendum bestu kvedjur heim
Tinna og Dagny Ros

14 comments:

Anonymous said...

Hæ elsku Tinna,Stenni,Kári og Dagný Rós.
Frábærlega gaman að fá svona skemmtilegar fréttir inn á blogginu ykkar. Þið hljótið að hafa verið búin að fá nóg af þessum lestarferðum svo njótið þess að vera á sæmilegri gistingu síðustu dgana ykkar á Inglandi. En skrítni gaurinn gott að þið gátuð hennt honum af ykkur , hefði verið verra ef þetta hefði orðið fjölskylduvinur hee. Hér rignir og rignir en er bara ágætis veður og allir kátir. Njótið dagsins elskurnar mínar og gangi ykkur vel við að hressast.
kveðja,mamma Ásgerður

Anonymous said...

Hæ krakkar þetta er greinilega búið að vera viðburðaríkir dagar. Bíðum spennt eftir myndum frá Taj Mahal. Skemmtilegt að fólk vilji stilla sér upp og láta taka myndir af sér með ykkur. það verður örugglega ekkert minna í Kína. Njótið síðustu dagana í Indlandi.
Kveðja Pabbi

Anonymous said...

Hæ hæ krakkar,,, ja hérna það er aldeilis ýmislegt sem þið lendið í á þessu ferðalagi ykkar. Hlakka til að sjá myndir
Kveðja Mamma og pabbi (Alla og Angi)

Anonymous said...

Bestu FH kveðjur til Indlands.
FH eru Íslandsmeistarar í fótbolta 2008 eftir baráttu við Keflavík um fyrsta sætið......... svo í gærkvöldi þá vann Hafnarfjörður spurningarkeppninga Útsvar í sjónvarpinu það voru Hafnarfjörður-Reykjanesbær Keflavík) að keppa.

Húrra fyrir Hafnarfirði

Anonymous said...

gaman að heyra af sögum ykkar þarna úti, lýtur út fyrir að vera svaka fjör, fyndið með járnkarlinn. er einmitt í tíma núna þar sem kennarinn er með taj mahal á heilanum...

kveðja birkir og bryndís

Anonymous said...

Hæ elsku sætu krakkar..
rosalegar lestarferðir á ykkur!... Eins gott að þið eruð öll svona skemmtileg :)

æðislegt að "heyra" frá ykkur :)

knús og kiss
Dagga Frænks

Anonymous said...

Það gengur ekki lítið hjá ykkur, elskulegu ferðalangar! Og vá hvað það skemmtilegt að þið gátuð fengið tækifæri á að sjá Taj Mahal!
Örugglega ekkert smá gaman að fara í svona bambuskörfu líka, svona eins og Móses litli forðum daga ;)
Jii, ég fékk nú bara hroll að heyra um þennan stalker-öndunargaur. Eins gott að vera með eins harða gaura og Kára með sér í för...
Njótið síðustu daganna á Indlandi, og vonandi eruð þið búin að ná ykkur andlega eftir skítamótelið!

Kossar og knús frá litlu eyjunni ykkar - Perla :*

Anonymous said...

Hæ ferðalangar!
Gaman að geta fylgst með ævintýrinu ykkar á þessari skemmtilegu síðu.
Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir ykkur, njótið þess.
Kveðja af Völlunum,
Nanna og Siggi.

Anonymous said...

Hæhæ öll sömul.
Ég frætt ykkur smá það tók bara 20 ár fyrir ca.5000 menn að byggja Taj Mahil og kallinn lét grafa sig þannig að hann horfði á konuna sína, spúkí lið þetta. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar, ég gái alltaf á hverjum degi eftir nýju.Góða ferð til Kína. Kv. Mamma Jórunn

Anonymous said...

Hvað ég hélt að Dagný yrði send á þennan krybí gaur með chiliúðann.....hahahaha:p
Rosa gaman að heyra frá ykkur:D
Kv.Pála Ögn

Anonymous said...

váá´´aa þvílíkt ævintýri.. alltaf gaman að lesa bloggin ykkar..

love ólöf karla

Anonymous said...

eins og alltaf, gaman að lesa fréttirnar af ykkur-
gaman að skoða myndir og lifa sig inní þetta;)
kv.Ösp

Anonymous said...

Vá, þetta hljómar ekkert smá skemmtilega! Aðeins öðruvísi en minn venjulegi dagur... hehe.
Ég heyri það að ég verð að drífa mig til Indlands við tækifæri.
Alla vega, haldið áfram að skemmta ykkur og segja okkur síðan frá því svo við getum setið hérna græn af öfund ;D
Kv. Lovísa Dröfn

Anonymous said...

Takk fyrir kommentið elsku tinna frænka! mikið ofboðslega væri ég til í að upplifa það sem þið eruð að sjá :)

...njótið! knús til allra og góða ferð áfram :)

andrea,andri,sóley&ókomna barn