Thursday, October 30, 2008

Þrir toffarar i flisbuxum

Vid erum ekki komin til Tibet, heldur erum vid komin til Chengdu sem er ein af staerstu borgunum i Kina og her bua um 4 milljonir manns. Vid komum hingad med flugi i gaerkveldi fra Lijiang, thad var nu meiri luksusinn ad setjast bara upp i flugvel, lenda eftir klukkutima a afangastadnum og sleppa vid ad taka 20 tima rutu og 20 lest.

Eins og vid sogdum i seinasta bloggi tha var ferdinni haldid til Shangri-la, en thar tok a moti okkur nystingskuldi og grenjandi rigning. Vid vorum ekki lengi ad hlaupa i budir ad leita ad flottustu flisbuxum baejarins, rullukragabolum, hufum og hitabrusum. I Shangri-la voru ekki ofnar til ad hita upp herbergin okkar svo thad var bara jafn kallt allstadar og a nottunni var meira ad segja thad kalt ad thad snjoadi. Vid hittum marga skemmtilega krakka i Shangri-la, og thar ma helst nefna vini okkar fra Svithjod, Emilie og Gustav, og Ben fra Englandi. Vid gerdum margt skemmtilegt saman eins og ad borda saman a markadi baerjarins og kura yfir biomynd a hostelinu drekkandi marga litra af engiferte.


Eftir mikla og vonlausa leit af ferdum inn i Tibet akvadum vid ad taka flug til Chengdu og reyna ad finna odyrari og betri ferdir thar. Flugid for fra Lijiang, sem er baer rett hja Shangri-la. Thad er mikid af minnihlutahopum i Yunnan (helmingurinn af theim 32 milljonum sem bua i heradinu tilheyra minnihlutahopum) og i Lijiang er Naxi minnihlutahopurinn mjog fjolmennur. I Naxi minnihlutahopnum eru konur aedri, allt erfist i kvennlegginn og bornin tilheyra mommunni. Yfirleitt er ekki um formlegt samband raeda og konurnar fa ser gjarnan nyja menn (og tha eru karlarnir lausir allra mala).


Vid lobbudum um throngar gotur gamla baejarins sem var eins og eitt stort volundarhus. I gaer hittum vid svo aftur Gustav, Emilie og Ben. Thad var rosalega gaman og vid forum m.a. saman og fengum okkur rosa god grillspjot ad borda. I Lijiang gistum vid a mjog skemmtilegu hosteli. Konan sem rak hostelid kalladi sig "mama", henni fannst hun vera mamma allra sem gistu thar, vodalega spes og fyndid. Hun var stanslaust ad reyna ad daela i mann avoxtum og eitt kvoldid bordudum vid mommu-mat hja henni. Hun kvaddi okkur svo med kossi a sitthvora kinnina, setti lukkgrip um halsinn a okkur og oskadi okkur alls hins besta.


Her i Chengdu aetlum vid svo ad halda afram ad reyna ad finna ferd inn i Tibet, gefumst ekki upp;o) Vid aetlum lika ad fara ad skoda pondur, mer hlakkar ekkert sma mikid til ad sja pondur og kruttulega ponduunga.

Kved i bili og sendi rosalega godar kvedjur heim.
Tinna

Wednesday, October 22, 2008

Fjallaþorp i Yunnan

Sidustu tvo daga erum vid buin ad vera i thorpi uppi i fjollum sem heitir Nuodeng. Thessi stadur er sennilega sa afskekktasti sem vid hofum komid a i ferdinni hingad til. Folkid i thorpinu tilheyrir minnihlutahop a svaedinu sem er thekkt sem Bai-folkid. Thau tala ekki mandarin-kinversku og thad gerdi samskipti tiltolulega erfid enda hofum vid haft mikil not af mandarin ordabok sem vid keyptum i Kunming. Thetta kom samt ekki i veg fyrir ad vid fyndum okkur gistingu. Baerinn liggur i brattri fjallshlid og vid gistum ad sjalfsogdu i efsta husinu med gott utsyni yfir baeinn og akrana i kring. Thetta var einskonar heimagisting og vid bordudum allar maltidar hja fjolskyldunni sem bjo tharna. Thessi sama fjolskylda hefur vist buid tharna i 400 ar og lifad af saltframleidslu og voru med litid safn a nedri haedinni sem thau syndu okkur. Mikilvaegasti gripurinn i safninu var samt greinilega stor platti med myndum af kama-sutra stellingum og vildi madurinn endilega lana okkur plattan med upp i herbergi thegar vid forum ad sofa. Vid afthokkudum pent.



Daginn eftir ad vid komum heldum vid i langan gongutur nidur dalinn til ad klifa fjall sem var dalitinn spol fra. Thad gerdum vid til ad fa utsyni yfir ana sem myndar einskonar natturulegt ying og yang merki sem er mjog fraegt a svaedinu. Gangan gekk ekki thrautalaust fyrir sig og vid byrjudum a ad ganga upp litinn kindasloda sem la upp fjallshlidina i gegnum akur. Slodinn var ekki lengi ad fjara ut og adur en vid vissum af vorum vid kominn upp ad mitti i runnum og brenninetlum. Uppgjof kom ad sjalfsogdu ekki til greina og eftir sveittan klukkutima i brattri fjallshlidinni gengum vid i gegnum storan mais-akur og hittum thar gamla konu. Henni fannst thetta mjog undarlegur gongutur hja okkur og benti okkur a ad fara yfir a veginn sem liggur upp fjallid adeins lengra til vinstri.


Thegar vid komum heim um kvoldid fengum vid svo ljuffengan kvoldverd, bjor og kok. Klosettid a heimilinu var utikamar bakvid hus sem thjonadi einnig sem svinastia og gaesabu. Vid vorum ordin von thvi ad heyra allskonar ohljod i dyrunum a svaedinu enda var ekki skortur af theim i thorpinu. Okkur bra thvi svolitid thegar vid forum a klosettid um kvoldid og saum i gegnum myrkrid ad tharna la stora svinid a annarri hlidinni med storan ryting standandi ut um halsinn. Allt svaedid var thakid blodi en dyrid var ekki alveg dautt. Kallarnir satu uti a palli og sotrudu bjor a medan thvi blaeddi ut. Vid fengum samt ekki beikon i morgunnmat!


Nuna erum vid hinsvegar komin aftur til Dali (adallega til ad borda a uppahalds veitingastadnum okkar) og forum a morgunn afram til Shangri-La. Thadan aetlum vid ad reyna ad koma okkur inn i Tibet adur en veturinn skellur a og thad snjoar fyrir alla vegi.

Kv. Stenni og Tinna

Sunday, October 19, 2008

A ferd og flugi...

Kominn timi a nytt blogg?

Vid eiddum ekki miklum tima i Anshun enda ekki mikid annad haegt ad gera thar en ad skoda staersta foss Asiu. Hann var ju mjog stor og fallegur, held ad myndirnar geti talad fyrir sig sjalfar!

Vid vekjum reindar alltaf jafnmikla athygli og adur, og margir turistar sem vildu fa ad taka myndir af okkur furdudyrunum...





Strax daginn eftir var haldid afram til smabaejarins Weining. Thar bua um 57.000 manns, held ad thad se rett um helmingi fleiri en i Hafnarfirdi. I thessum bae var rosalega mikil mold og drulla og gotunum eins og i alvoru sveitum. Thad vakti strax athygli okkar hvad allir vaeru hjalpsamir tharna, vid gatum ekki stoppad a gotunum og virt fyrir okkur Lonely Planet adur en hopur folks var komid i kringum okkur ad bjoda okkur hjalpa a kinversku. Vid vorum audvitad algjorfurdufrik i thessum bae eins og adur, og thotti thad mjog gaman ad kalla a eftir okkur "Hallo hallo".


Daemi um hversu fair turistar hafa komid i baeinn tha vorum vid fyrstu turistarnir a hotelinu sem vid gistum a. Thurfti hvorki meira ne minna loggan og tulkur ad maeta a stadinn til ad hjalpa hotelstarfsmonnunum med skrifmennskuna.

A odrum degi i Weining faum vid thaer frettir ad Kari hefur akvedid ad fara i skola eftir aramot og aetlar heim. Hann kvaddi daginn eftir og helt til Beijing.


Vid letum thetta tho ekki a okkur fa og forum daginn eftir ad reina ad skoda stora vatnid sem er vid Weining. Thetta vatn heitir Caohai Lake, thad a ad vera mjog fallegt og yfirfullt af fallegu fuglalifi. Eftir ad hafa labbad baeinn a enda og tekid leigubil ad vatninu tha einfaldlega fundum vid ekki leid ad thvi. Vid letum thad tho ekki a okkur fa og lobbudum bara i stadinn inn i sveitina i Weining. Saum fullt af dyralifi, gaesir, svin og hundar medalannars....

Ykkur til frodleiks tha saum vid lika thegar verid var ad aflifa gaes fyrir utan veitingastad!







Um kvoldid tha akvadum vid ad profa bar baejarins, thegar vid komum thar inn var okkur visad inn i herbergi med mynd af heldur faklaeddri konu og tveim sofum (herbergid hafdi lika thann eiginleika ad madur gat laest sig inni thvi, til hvers getid thid bara ymindad ykkur). Sidan fengum vid fullan bakka af vagumpokkudu bakkelsi. Og einn kassa af bjor. Thetta virkadi s.s. thannig ad madur opnadi bara thad sem ad madur aetladi ad borga fyrir, og thad var ekki odyrt skal eg segja ykkur! Thegar vid vorum sidan um thad bil ad fara kom fullt af kollum inn og vildu endilega ad bjoda okkur bjor i litil staup. Sidan na their i litinn strak sem kann nokkur ord a ensku til ad tala fyrir sig, tha vildu their bjoda okkur i party sem vid afthokkudum pent.



"Thad er s.s. hefd i Kina ad deila bjornum i einhverskonar staupum. Sidan a madur ad drekka hannn i einum sopa. Alls ekki snidugt thar sem ad madur veit ekkert hvad madur hefur drukkid mikid."



Daginn eftir tok vid 17 tima Sleeperbus og svona skemmtilegheit. Eg verd ad segja ad jafn omurlega rutuferd hef eg ekki farid i. Fyrir utan ad vid vorum i einhverjum pinulitlum rumum, tha var verid ad reykja alveg ofan i manni alla nottina. Sidan i lok ferdar tha er mer tilkynnt ad thad hafi einfaldlega att ser stad mok i ruminu fyrir aftan mig um nottina. Sem betur fer tha svaf eg thad af mer, eg hefdi ekki viljad vakna vid ad eitthvad par vaeri a fullu vid hausinn a mer!

Eftir thessa vidburdariku rutuferd tha vorum vid loksins komin aftur til Kunming thar sem ad vid byrjudum i Kina. Vid reindar stoppudum thar bara i einn dag sem var ekki betur nyttur hja mer en thad ad eg sat a klostinu allan daginn med alveg thvilikt i maganum!



Daginn eftir var haldid til Dali. Svakalega fallegur baer, allt fullt af flottum "Kina husum" og turistum. Fullt af svona local veitingastodum, med graenmeti og lifandi fiska, krabba, froska og vatns drekaflugur fyrir utan.


Strax og vid komum ur rutunni verdum vid svo heppin ad hitta eina kinaverska stelpu sem heitir Abi henni vantadi einmitt far inn i Gamla baeinn i Dali, ad sjalfsogdu leifdum vid henni ad deila leigubil med okkur sem endadi reindar a thvi ad eg endadi med henni i herbergi.

Thetta er svaka fin stelpa sem er buin ad segja okkur fullt um kinverska menningu og heaetti. Strax um kvoldid forum vid med henni ut ad borda og smokkudum t.d. froska!

Daginn eftir faer Abi okkur til ad fara i "sma gongu" upp i fjalli sem endadi med thvi ad vid lobbudum um 16 km thann daginn. Gangan hljomadi upp ad thad ad vid taekjum Klaf upp storann hluta af fjallinu og myndum sidan labba i fjoraklukkutima og taka stolalyftu aftur nidur sidan.




Thessir fjorir klukkutimar endudu meira svona i sjo klukkutimum thar sem ad landslagid var einfaldlega einum of fallegt til ad labba fram hja thvi i flyti.

Daginn eftir vorum vid ekki buin ad fa nog heldur leggjum af stad med Abi i "smahjolatur" sem endadi 70 km! An grins eg helt a timabili ad eg yrdi ekki eldri eg var svo threitt thegar vid vorum ad hjola til baka. Var alvarlega byrjud ad paela i hvort ad eg aetti ekki ad taka leigubil heim, en sem betur fer gerdi eg thad ekki thvi eg komst heim a lifi!



Vid hjoludum medfram storu vatni sem er herna i Dali, forum sidan i gegnum helling af litlum thorpum. Sidan forum vid i litla fjolskyldu verksmidjum sem sa um thad ad bua til og lita fot og slaedur. Mjog gaman ad sja hvernig thau lita fotin, til frodleiks tha var graeniliturinn bara buinn til ur sodnum laufblodum. Sidan til ad fa falleg blomamunnstur og annad tha thurfti ad vefja efnid serstaklega saman og sauma. Sidan var thad bara tekid i sundur og tha var komid blom!



Daginn eftir hjolaturinn vorum vid alveg buin og tokum daginn bara i sma hvild. Akvadum ad thad skildi bara vera stelpudagur thar sem ad Stenni nennti ekki med okkur i budir.


Thad er ekkert sma mikid af skartgripabudum herna i Dali, og fullt af blikksmidum ad bua til skartgripi a hverju gotuhorni. Thar sem ad kronan er buin ad gera okkur lifid frekar leitt thar sem ad hun er nanast alveg verdlaus akvadum vid ad taka thaer nokkrar kronur sem ad eg atti og fa einn blikksmidinn til ad bua til eyrnalokka fyrir okkur!

Eg hef ekki meira ad segja ad sinni fyrir utan thad ad vid erum ad fara til alveg svakalitils baejar a morgun sem heitir Nuoding.

Hlakka til ad heira fra ykkur tharna heima!

Kv Dagny Ros

Tuesday, October 7, 2008

Tynd i steinaskogi

Vid erum buin ad upplifa margt skemmtilegt thessa sjo daga sem vid erum buin ad vera i Kina. Hingad til hefur okkur verid mjog vel tekid, folk brosir til okkar og hlaer lika mikid af okkur. Folki finnst serstaklega fyndid thegar madur reynir ad ropa einhverju ut ur ser a kinversku. Thad hafa komid upp morg hlaegileg atvik thegar vid erum ad reyna ad tala vid Kinverja. Vid vorum t.d. ad kaupa okkur simkort um daginn og madurinn i budinni kunni ekki stakt ord i ensku. Hann taladi bara endalasut a kinversku i von um ad vid myndum skilja hann ad lokum. En svo datt honum thad snilldar rad i hug ad skirfa bara allt nidur med kinverskum taknum. Hann helt ad vid myndum skilja hann tha og var sko mjog sattur med thessa godu hugmynd sina. I annarri bud kunni afgreidslumadurinn orlitla ensku og bad okkur um ad tala kinversku, en vid sogdum ad vid gaetum thad ekki. Tha sagdi hann bara "please try" og beid svo bara eftir thvi ad vid myndum allt i einu byrja ad tala kinversku.


Vid erum buin ad hjola mikid um a hjolastigunum i Kunming. Thad er rosalega gaman og umferdin er lika mjog orugg. Vid erum t.d. buin ad hjola og skoda Lake Dian og rosalega flottan almenningsgard. Umferdarskiltin og allar merkingar eru hinsvegar a kinversku (fyrir utan a nokkrum staerstu gatnamotunum) svo vid hofum nokkrum sinnum tynst. En folkid herna hefur verid alveg rosalega hjalpsamt og er alveg i skyjunum ef thad getur hjalpad manni, oftar en einu sinni hafa okunnugir meira ad segja farid med okkur langa leid og synt okkur stadinn.


I gaer forum vid svo ad skoda "Stone forest", en Kari komst thvi midur ekki med thvi hann var med magakveisu. Vid hin forum nidur a rutustod med litid blad sem a voru tvo kinversk takn og vonudum thad besta. Thad gekk otrulega vel og tveimur klukkutimum seinna vorum vid villt i storu volundarhusi af steinum. Thad var svakalega flott ad sja hvernig steinarnir eru bunir ad radast tharna upp a longum tima og thid getid skodad fleiri myndir af thessu a flickr-sidunni okkar. Kara lidur sem betur fer agaetlega i maganum nuna thott hann eigi einum naerbuxum faerri.


Gatan sem liggur vid hlidina a hostelinu okkar er alsett tonlistarbudum, og thid getid rett svo imyndad ykkur hvort thad hafi ekki vakid upp mikla gledi. Eg hef hvergi sed jafn mikinn fjolda af flyglum og pianoum a sama svaedinu. Eg og Stenni forum i sma tonlistarbudarolt og eg fekk ad spila a piano i fyrsta skipti i tvo manudi. Thad var geggggggjad. A leidinni til baka saum vid svo straka a litlum freestyle-hjolum ad gera listir rett hja hostelinu.


A morgunn holdum vid hins vegar med naeturlest til litils baejar sem heitir Anshun og thar aetlum vid ad skoda staerstu fossa i Asiu.

Kv. Tinna og Stenni

Friday, October 3, 2008

Indland -> Kina

Vid erum ekki lengur i Indlandi. Vid eyddum sjo vikum i ad ferdast vitt og breytt um landid med lestum. Lestakerfid a Indlandi er gridarlega stort enda er Indian Railways naeststaersti atvinnurekandi i heimi. A thessum sjo vikum sem vid vorum i Indlandi eyddum vid u.th.b. 125 klukkutimum i lest. Thad var eitthvad sem vid hefdum ekki viljad missa af. Her er kort thar sem eg er buinn ad teikna groflega leidina sem vid forum um Indland. Nofnin sjast ekki mjog vel en helstu afangastadir voru eftirfaranadi:

Mumbai (Bombay) -> Goa -> Kerala -> Mettupalayam -> Ooty -> Mudumalai National Park -> Mysore -> Bangalore -> Hampi -> Agra - Kolkata (Calcutta)


Thad er skritid ad vera allt i einu kominn fra Indlandi. Vid attum godan tima thar og eigum orugglega eftir ad koma thangad aftur (allavega aetla eg ad gera thad). Madur er strax farinn ad sakna thess ad geta ekki keypt nytt og ferskt chai (te) a hverju gotuhorni med sterku kryddbragdi.


Nuna erum vid hinsvegar komin t il Kina. Nanar til tekid Kunming sem er stor borg i sudvesturhluta landsins. Borgin er i 2000 metra haed yfir sjavarmali og er kollud vorborgin vegna thess hve loftslagid er thaegilegt og jafnt yfir arid. Thad kom okkur skemmtilega a ovart hvad thad var litid mal ad fara i gegnum kinversku landamaerin. Flugvelin lenti klukkan sex um morguninn og halftima seinna stodum vid uti a gotu med toskurnar ad reyna ad taka leigubil a hostellid okkar. Thad var tha sem thad ranna upp fyrir okkur ad enskukunnatta er ekki allstadar jafn mikil og i Indlandi. Thad er spennandi askorun ad reyna ad koma ser i gegnum land thar sem langflestir tala ekki ensku. Vid erum thegar komin a fullt med litlar ordabaekur og erum farinn ad leggja a minnid litla frasa i mandarin.



Pistillinn verdur ekki lengri ad thessu sinni en vid bidjum innilega ad heilsa ollum heima og tha serstaklega islensku kronunni sem er vid thad ad gera okkur ad strandaglopum a meginlandi Asiu.

Kv. Stenni