Friday, October 3, 2008

Indland -> Kina

Vid erum ekki lengur i Indlandi. Vid eyddum sjo vikum i ad ferdast vitt og breytt um landid med lestum. Lestakerfid a Indlandi er gridarlega stort enda er Indian Railways naeststaersti atvinnurekandi i heimi. A thessum sjo vikum sem vid vorum i Indlandi eyddum vid u.th.b. 125 klukkutimum i lest. Thad var eitthvad sem vid hefdum ekki viljad missa af. Her er kort thar sem eg er buinn ad teikna groflega leidina sem vid forum um Indland. Nofnin sjast ekki mjog vel en helstu afangastadir voru eftirfaranadi:

Mumbai (Bombay) -> Goa -> Kerala -> Mettupalayam -> Ooty -> Mudumalai National Park -> Mysore -> Bangalore -> Hampi -> Agra - Kolkata (Calcutta)


Thad er skritid ad vera allt i einu kominn fra Indlandi. Vid attum godan tima thar og eigum orugglega eftir ad koma thangad aftur (allavega aetla eg ad gera thad). Madur er strax farinn ad sakna thess ad geta ekki keypt nytt og ferskt chai (te) a hverju gotuhorni med sterku kryddbragdi.


Nuna erum vid hinsvegar komin t il Kina. Nanar til tekid Kunming sem er stor borg i sudvesturhluta landsins. Borgin er i 2000 metra haed yfir sjavarmali og er kollud vorborgin vegna thess hve loftslagid er thaegilegt og jafnt yfir arid. Thad kom okkur skemmtilega a ovart hvad thad var litid mal ad fara i gegnum kinversku landamaerin. Flugvelin lenti klukkan sex um morguninn og halftima seinna stodum vid uti a gotu med toskurnar ad reyna ad taka leigubil a hostellid okkar. Thad var tha sem thad ranna upp fyrir okkur ad enskukunnatta er ekki allstadar jafn mikil og i Indlandi. Thad er spennandi askorun ad reyna ad koma ser i gegnum land thar sem langflestir tala ekki ensku. Vid erum thegar komin a fullt med litlar ordabaekur og erum farinn ad leggja a minnid litla frasa i mandarin.



Pistillinn verdur ekki lengri ad thessu sinni en vid bidjum innilega ad heilsa ollum heima og tha serstaklega islensku kronunni sem er vid thad ad gera okkur ad strandaglopum a meginlandi Asiu.

Kv. Stenni

6 comments:

Anonymous said...

Ég er loksins búin að finna bloggið ykkar! Hörður sagði mér að þið væruð með ferðablogg. Ætla að lesa það allt sundur og saman!
Æðislegt að fylgjast með!
Hvenær komið þið svo heim í kreppuna?
Luv
Magga Gauja

Anonymous said...

hahaha...já ég skal skila því til íslensku krónunnar, það er allt að fara til fjandans hérna vegna hennar!en vá hvað þetta líður hratt, eruð bara rétt byrjuð:) en alls ekki óspennadi Kína heldur. Ég held að hvert land beri sinn sjarma!:)góða skemmtun að ferðast og kynnast kína, bíð spennf eftir fleiri myndum.
kossar frá Íslandi(sem er þakið snjó þessa stundina;)

Anonymous said...

Velkomin til Kína.....í dag er 4 október og 2 mánuðir í dag síðan ferðin hófst hjá ykkur hnattförunum.7 vikur á Indlandi er nú annsi langur tími en gaman hvað þið farið víða við og finnið skemmtilega staði.Núna tekur við ný menning og þið að reyna að skilja kínversu. Gangi ykkur vel í hjólaferðinni á morgun.
Það er svo gaman að fylgjast með ykkur og skoða myndirnar, ég var ánægðust með myndina af þér Stenni hjá hárskeranum :-)
Smá fréttir úr firðinum þá er FH-ballið í kvöld svo bærinn verður væntanlega líflegur.
Njótið dagsins,kossar og knús frá Íslandi.kv. mamma(Ásgerður

Anonymous said...

Eins og ég sagði í símanum var ég að skoða það nýjasta frá ykkur. Þetta eru mjög skemmtilegar myndir og auðséð að þið upplifið margt framandi svo ekki sé meira sagt. Það er líka makalaust hvað allt fréttist fljótt, bæði um snjóinn og krónuna. Ég var svo óviðbúin snjó að ég átti ekki einu sinni sköfu í nýja bílnum, svo ég fór inn og náði í sleif. Það er ekki svo slæmt að vera í skóla ef ekki væri allt tölvuvésénið sem fylgir. Kennararnir eru fínir og nemendurnir líka, sem eru á mismunandi aldri, þó enginn sé fæddur fyrir lýðveldisstofnun nema ég. Ég væri eiginlega nýbúi. Gangi ykkur alllt í haginn. Með kveðju, Amma Dagga

Anonymous said...

Hæhæ öll sömul og til hamingju með tveggjamánaðaferðaafmlið. Vá þetta er ekkert smá flott þarna í kína.Heirumst sem fljótast aftur.Kv.Jórunn mamma

Anonymous said...

En skemmtilegt að sjá kortið með leiðinni sem þið eruð búin að fara í gegnum Indland... ekkert smá löng ferð sem þið eigið að baki... 125 klst í lest er ekkert lítið:) En það er vonandi að krónan fari eitthvað að styrkjast svo þið endið ekki á að þurfa að fara að vinna í Kína til að geta haldið förinni áfram;) Allir biðja að heilsa hér og við sendum ykkur risa koss og knús. Kristín systir