Monday, August 4, 2008

Við leggjum að stað í heimsreisuna í dag

Þá er komið að því að við leggjum að stað í heimsreisuna miklu. Við eigum flug til Spánar seinnipartinn í dag, en þangað fór Stenni í fjölskylduferð seinasta fimmtudag.
Við fáum að gista hjá fjölskyldunni hans í tvær nætur og svo munu mamma hans og pabbi skutla okkur til Madrid, en þaðan fljúgum við til Cairo í Egyptalandi.

Bakpokarnir eru klárir og við líka sem ætlum að njóta ferðarinnar í botn:o)

Kveðja til ykkar frá okkur

knús*knús*knús

7 comments:

Anonymous said...

Góða ferð:) Vona að þetta verði stuð!
kv.Íris Huld.

Anonymous said...

ohh elskan mín(dagný), hljómar ekkert smá vel....ég verð fastagestur hérna númer 1:)
farið öll varlega og skemmtið ykkur konunglega!!
love
Ösp

Anonymous said...

Skemmtið ykkur rosa vel og njótið þess í botn að vera frjáls áður en alvara lífsins tekur við á næsta ári ;) Verðum í bandi ... Sigrún Birna

Anonymous said...

hæbbs.. góða ferð og skemmtið ykkur rosa vel :) maður á eftir að fylgjast með ykkur á þessu bloggi :)

kv.
Bára Fanney

Anonymous said...

Halló elskurnar mínar!
Var að tala við mömmu og fá smá fréttir af ykkur... þið bara farin af stað í ferðalagið, ekkert smá spennandi:) Vona að allt gangi vel og þið bara skemmtið ykkur frábærlega. Hlakka til að sjá myndir af ykkur ferðalöngunum og er stanslaust með hugann hjá ykkur.
Risa koss og knús ykkar Kristín og Ísak sætasti biður að heilsa:)
P.s Passið ykkur á Múmíunum... eins og í bíómyndunum... þið vitið hvað ég meina*******

Anonymous said...

hibbedí hæ þið öll. Ég var í einhverju móki þegar þið fóruð og kvaddi þig ekki kári né þig stenni. Né þig tinna. Né þig dagný.

Þannig að nú segi ég bless og gangi ykkur ótrúlega vel og muniði að jákvæðni er lykill ferðarinnar.

Það er mjög fyndið að ég skuli svo vera óvart með á forsíðumyndinni á bannernum. Mjög fyndið.

Kv. Gaurinn sem er með á myndinni.

Anonymous said...

Vá hvað þetta er æði... Njótið alls í botn, því þetta er once in a life time ferð ;) Fylgist spennt með
Knús til Dagnýar
kv. Elísabet Ögn