Sael aftur, thad er lidid toluvert fra sidasta pistli en thad er allt i lagi. Myndavelin er med vesen og thvi verda engar myndir ad thessu sinni. Vid erum ekki lengur i Laos heldur sitjum a strond i Taelandi med bjor og pizzu. (Tinna er kominn a fullt i bjorinn.)
-
Vid forum yfir landamaerinn fyrir 10 dogum og erum buinn ad vera i Chiang Mai og Bangkok adur en vid komum hingad til Hua Hin. I Chaing Mai forum vid a meirihattar matreidlunamskeid og laerdum ad elda 6 retta taelenska maltid. Allt fra vorrullum og steiktum nudlum upp i sterka kjuklingasupu i kokoshnetumjolk. Kaupid wokponnu og 3 litra af oliu og vid skulum gera veislumaltid fyrir ykkur.
-
I bangkok (sem heitir i alvoru Krung Thep) skodudum vid forsetahollina sem er faranlega stor og med 5 buddahof i gardinum. Thetta var samt frekar flott. Annars var besti dagurinn okkar i hofudborginni thegar vid thvaeldumst um allt i "skytrain" og thutum thannig yfir umferdartepptar goturnar fyrir nedan. Loftid sem thu andar ad ther a gotum Bangkok er ekki hollt til lengdar og thvi var fint ad geta fluid inn i stora almenningsgarda thar sem gamla folkid er i leikfimi og storar edlur og skjaldbokur ganga um a vatnsbakkanum.
-
Hua Hin er strandarbaer fullur af turistum, adallega gomlu folki (50+). Vid hofum thad samt fint og liggjum vid sjoinn og lesum og sofum yfir okkur. Mer fannst eg samt thurfa ad gera eitthvad ad viti i dag og for ut ad hlaupa i klukkutima. Thott undarlegt se, fann Tinna enga thorf hja ser til ad gera neitt slikt og la med kokdos og nammi i solbadi i allan dag.
-
Stenni
13 comments:
Hæ Stenni og Tinna.
Ég var að gefast upp á að kíkja á síðunna ykkar. En það er gaman að heyra í ykkur og ég hlakka til að sjá ykkur.
Helga frænka
hahaha:) loksins blogg frá ykkur :) og alltaf jafn skemmtilegt að lesa =)
frábært að sjá hvað þið hafið það gott og hvað er gaman hjá ykkur...
haldið áfram að skemmta ykkur svona vel og ég tel svo bara dagana :)
love
Dagga frænka
Only mad dogs and Englismen go out in the midday sun ...
Já það er um að gera að njóta lífsins eins og þið eruð að gera. Maður fær hlýja strauma frá ykkur með því einu að lesa bloggið ykkar. Það er alltaf jafn gaman og ég hlakka til að sjá næsta pistil. Kær kveðja úr Mosfellsbænum. Ása og Ási
haha! Gott hjá þér Tinna! um að gera að nýta sólina..:)
Sjáumst eftir 8 heila daga:)!!
kv.Guðný Ólafs
Hæ hæ
Gaman að lesa loksins nýtt blogg... alltaf gaman að heyra af ykkur. En ég á nú frekar erfitt með að trúa að Tinna sé komin í bjórinn, það hlýtur að vera einhver ritvilla;)
Njótið síðustu daganna ykkar í góða veðrinu og á ströndinni, það er orðið ekkert smá stutt í að þið komið heim og þá verður nú eitthvað lítið um sólbað og strandarferðir.
Heyrumst kannski í dag.
Knús ykkar Kristín
Frábært að þið takið út sólarstrendurnar í Thailandi fyrir okkur ellismellina!!!
Svo er bara að vanda valið í prófkjörinu og yngja þar vel upp fyrir nýtt Ísland.
Bestu kveðjur úr Víðiberginu og góða ferð heim elskurnar.
Sæl og blessuð
Hér er mikið fjör í prófkjörsvinnu og barist er um hvert atkvæði skili sér hingað í Fjörðinn til að tryggja Lúlla 1. sætið.
Þegar ég var í Hua Hin þá var meðalaldurinn eitthvað lægri en þið nefnið sérstaklega niðrí bæ þar sem HardRock hótelið er og á því svæði. Kóngurinn í Thailandi á sumarhús í Hua Hin og þar er líka elsti golfvöllur Thailands, Royal Hua Hin. Alveg þess virði að skoða hann.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel á heimleiðinni.
kv.
Hörður
hlakka til að sjá ykkur kv.Sverrir
Maður er orðin svo spenntur að það er komið kítl í magann, vá hvað ég hlakka til að fá ykkur heim.
Það skemmir nú ekki fyrir að þið eruð orðin svo vön 5+ kynslóðinni :-) Bloggið alltaf jafn skemmtilegt og það er núna uppfullt af nýjum fréttum. Við verðum á vellinum eftir 1+2 daga
mamma Ásgerður
Þá fer þetta nú að vera með síðustu póstum frá mér til ykkar á þessu stóra ferðalagi ykkar um hnöttinn. Góða ferð frá Malasíu til London. Svo sjáumst við ekki á morgun heldur hinn.
Okkur hlakkar mikið til að fá hnattfarana heim.
Ásgerður
úúúúú eruð þið að koma aftur á klakann ... verðum endilega í bandi ... verð að fá ykkur í heimsókn og heyra sögur af ævintýraferð ykkar :)
Kveðja Sigrún Birna
Hi This is SRK i'm suggesting you this is app Touch VPN Apk
Post a Comment