Sunday, February 15, 2009

Kaffi Kaffi Kaffi

Thad er buid ad vera alveg svakalega gaman hja okkur seinustu vikur. Vid erum buin ad vera i Laos i um tvaer vikur og buin ad gera rosalega margt skemmtilegt i thessu rolega, fallega og skemmtilega landi. Vid erum buin ad leigja hjol a ollum afangastodum okkar og hjola um baei, borgir og sveitir Laos. Vedrid er buid ad vera svakalega gott, sol alla daga og milli 35 til 40 stiga hiti, stundum er thad nu bara einum of heitt.

Bru a milli eyja

Fyrstu dagana vorum vid i Don Det en thad er ein eyja af 4000 eyjunum sem eru a Mekong anni i sudur Laos, thar hjoludum vid um og forum lika a eldgomlum litlum bat nidur Mekong og stoppudum i klukkutima a kletti uti a anni til thess ad horfa a ferskvatnshofrunga sem eru i utrymingarhaettu.

Munkar a roltinu i Pakse

Vid vorum nokkra daga i Pakse, en dvolin thar byrjadi nu ekki vel. Thegar vid komum ut ur rutunni var eg stunginn af spordreka. Thad var ogedslega vont og Stenni og eg urdum soldid hraedd, ekki hjalpadi thad til ad thad var bilstjori sem sa thetta gerast og hann sagdi bara "One hour, one hour" og svo "pharmacy, pharmacy" . Bilstjorinn keyrdi okkur i neasta apotek, svo a klinik og a endanum a spitalann thar sem vid hittum loksins laekni sem sagdi okkur ad thetta vaeri allt i lagi og eg thyrfti bara ad fa syklalyf. Eg er natturlega bara einum of mikil hrakfallabalkur, thad er bara Tinna sem lendir i thvi ad sparka i koralla, labba utan i pusturror og brenna af ser skinnid og vera stunginn af spordreka. Stenni var rosalega snidugur i dag, hann akvad ad laesa mig bara vid sig med las svo thad myndi ekkert gerast fyrir mig.

Vid a vespunni

I Pakse leigdum vid okkur vespu og thutum um sveitir og kaffiekrur Laos. Thad er nu ekki haegt ad segja ad umferdin se mikil herna en madur tharf samt ad passa sig a vitlausu kjuklingunum, kruttlegu grislingunum, feitu beljunum, skritnu hundum og toffudu geitunum sem eru alltaf rafandi um goturnar, thessi dyr!

Stenni ad brenna kaffi

Vid gerdum eitt alveg svakalega skemmtilegt, vid forum i kaffi-vinnubudir i einn dag. Vid forum og skodudum kaffiekrur og hvernig kaffi er raektad. Vid laerdum ad brenna kaffibaunir a wokponnu og ad bua til svakalega gott kaffi. Vid drukkum svo mikid magn af godu kaffi thennan dag ad Stenni helt ad hann mindi fa kaffieitrun (thad segir mikid). Thetta var ekkert sma gaman og thid getid imyndad ykkur hvort Stenni kaffielskandi hafi ekki filad thetta i taetlur og hann fekk meira ad segja ad synda i kaffibaunum. Nuna vitum vid allt um kaffi og getum bodid ykkur upp a besta kaffi i heimi thegar vid komum heim.

Kaffid sem vid brenndum

Vid erum buin ad fara til Vientiane, hofudborgar Laos. Thar hjoludum vid audvitad um, bordudum mikid af godum mat og skodudum fallega stadi i borginni. That Luang var thad flottasta sem vid skodudum en thad er thjodartakn Laos.

That Luang

Nuna erum vid i Vang Vieng, hjoludum um i dag og skodudum rosa flotta hella. Inni hellunum voru ledurblokur, saet edla og kongulo af tarantuluaett. Stenni thurfti nu ekki ad vera hraeddur vid hana!

Hafid thad gott og vid bidjum ad heilsa:)

Tinna

8 comments:

Anonymous said...

Vá ég dauðöfunda ykkur - kaffiunnandinn sjálfur. Ég bíð þá bara spennt eftir því að kíkja í kaffi til ykkar. Knús og kossar til ykkar frá grámyglulegu rigninarveðrinu á klakanum. Manni hlýnar allavega helling við það eitt að lesa ykkar jákvæðu og uppörvandi sólarblogg og að sjálfsögðu við að skoða myndirnar.

Anonymous said...

Sjitt, ég hélt ég yrði ekki eldri þegar þú sagðir mér þetta með sporðdrekann um daginn Tinnuskott...
Vá hvað er örugglega mikil snilld að sjá þessi dýr bara út um allt, hvert sem maður fer....Hlakka til að smakka kaffið ykkar, eftir alls ekki svo langan tíma!
Luvs, Perla ;*

tóta said...

sjett ég er strax farin fram í eldhús að hella mér uppá :)

Anonymous said...

Þið eigið eftir að koma heim sem meistarar á mörgum sviðum, búin að læra að vinna hrísgrjón, elda kínverskan mat og svo núna hvernig á að búa til kaffi... alveg snillingar:)
Þið hljótið að vera orðin vel mössuð í fótunum eftir allt þetta hjólerí út um mest alla Asíu... kannski svipuð og ég eftir allt labberíið í Harstad... hehehe
En mjög skemmtilegar myndirnar ykkar og þið sæt á vespunni, ekkert smá ferðalangaleg:)
Koss og knús

Anonymous said...

Spennandi hjá ykkur að læra um kaffiræktina í Laos.
Kiddi sagði mér að þið ætluðu að fara norður og þaðan inní Thailand en gullni þríhyrningurinn er á því svæði. Ég fór einmitt yfir til Laos frá Thailandi 2005 og m.a. smakkaði á snákavískí sem þar var framleitt. Þaðan var einnig hægt að komast inn í MyanMar (Burma) en það er kannski erfiðara í dag vegna stjórnmálaástandsins í landinu.

kv.
Hörður

p.s. það hefur ekki tekist enn að koma Davíð útúr Seðlabankanum og nú heldur hann að nýja frumvarpið um bankann sé samið sérstaklega fyrir sig þannig að hann geti verið einn bankastjóri. Svona er Ísland í dag, alveg eins og það var í gær :)

Palmi said...

Þið ættuð að reyna að kynnast þessum búddamunkum, þ.e. ef þeir tala einhverja ensku. Kannski geta þeir kennt ykkur yoga.
Í fréttunum í dag var talað um réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Khmerana og sýndar voru myndir frá S21 búðunum sem þið voruð að skoða.
Bestu kveðjur, pabbi í Víðiberginu

Anonymous said...

Sael og blessud. Rakst a bloggid ykkar a bakpokinn.com. Vid erum tvaer a flakki og naesti afangastadur er Laos, aldrei ad vita nema vid rekumst saman :) Haldid afram ad hafa gaman!

Kv. KRistin G

www.kristinogdora.com

Anonymous said...

Ég varað koma heim úr konupartý mjög fínt og auðvitað beint í myndirnar ykkar sem er gaman að skoða það hefur verið svo endalaust gaman að fylgjast með ykkur á blogginu ykkar s.l. 7.mán. og ég hlakka svo mikið til að þið komið heim það eru núna tæpar 3vikur.Myndirnar eru svo flottar að maður bara skoðar aftur og aftur.
knús og góða ferð til Tailands sem þið eruð nú líklega að leggja að stað í núna.
mamma í Víðiberginu