Sael verid thid, bloggid verdur ekki langt ad thessu sinni. Vid erum komin til Kambodiu og vid vildu segja (syna) ykkur hvad vid bordudum i gaer: steiktar tarantulur. Ja, storar og lodnar kongulaer.
Thetta voru thrju kvikindi, svort og lodin a gurkubedi med sitronusosu. Takid eftir bjorfloskutappanum a myndinni her ad ofan (uppi haegra megin) til ad fa hugmynd um hvad thaer voru storar. Vid byrjudum a ad narta i lappirnar, thaer voru seigar og erfitt ad byta i gegnum thaer.
Tinnu fannst nog komid eftir tvaer lappir og sneri ser ad odrum mat. Eg let mig samt hafa thad og klaradi heila kongolo. Hausinn og bukurinn voru allt odruvisi en lappirnar. Hausinn var mjukur inn i og ekkert mjog bragdsterkur, en bukurinn var stifur og seigur. Eg setti hann allan upp i mig i einu thott hann vaeri eiginlega 2 munnbitar. Tinna sa glitta upp i mig thegar eg var ad tyggja og bukurinn var vist alveg hvitur ad innan. Hann var klistradur og sat fastur i tonnunum a mer allt kvoldid.
Stenni
P.s. Madurinn a naesta bordi var naestum buinn ad aela thegar hann var ad horfa a okkur.
14 comments:
OMG þið eruð ekkert að djóka með þetta... fyrsta sem Diddi sagði NEI ég trúi aldrei að Tinna hafi prófað þetta, getur varla séð maur þá er hún farin að garga eins og systir sín og vildi fá sönnun:) En svo sáum við myndirnar... Stenni okkur finnst þú ekkert smá hugrakkur að hafa klárað heila kónguló... algjör hetja.
Frekar fyndið að maðurinn á næsta borði hafi næstum verið farinn að æla.. skiljanlega hehehehhe
Hlökkum til að heyra frá ykkur næst... Kristín, Diddi, Ísak og Emilía
AHHHHHHH OOOOOOOJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ!!!!!strax þegar ég sá fyrirsögnina vissi ég við hverju mátti búast, ég fékk HROLL!!!brrr....
kalla ykkur kræf;)
haha..en vá Kambódía, hljómar alltof vel, hefur alltaf langað til að fara þangað!góða skemmtun:)
kv.Ösp
Yaacch!! Engar smá lýsingar. Þessu hefði ég aldrei trúað á Tinnu. Og Stenni að setja upp í sig heila Tarantúlu - Úfff!
Bestu kveðjur, pabbi í Víðiberginu.
OJJJJJ, Tinna Pálmadóttir, ég trúi ekki að þú hafir gert þetta!!! Stenni er nú alveg líklegur til þess!
Ég fæ bara hroll og klígju að horfa á þessar myndir. EN gott að þið skemmtið ykkur:)
kv. Guðný
ömmu Önnu er óglatt af að heyra þetta með kóngulóna og heldur að annað hvort er kóngulóin að sprikla í maganum á Stenna eða á eftir að skríða út aftur.
Þið eruð hreint mögnuð.
Erum að fara að hringja í ykkur eftir 5 mínútur.
Kveðja amma Anna í heimsókn í Hafnarfirði og Ásgerður
Hæ Stenni og Tinna
Það liggur við að það sé ælt líka hérna að skoða þessar myndir.
Kveðja Helga Björk frænka
Sæl verið þið tarantúlur :-))
Voðalega er gaman að sjá hvað þið fáið að borða í útlandinu. Hér heima erum við að hugsa um að borða áðnamaðka í fyrramálið, lambaspörð í hádeginu og kúkinn undan tánögglunum í kvöldmat. Setjum smá sósu af svitanum okkur út á til að bæta bragðið. Síðan fáum við steiktar horrendur í eftirrétt. Kveðja, Björgvin Njáll og Sóley
Hæ aftur.
Nú ákváðum við að fá okkur járnsmiði sem við fundum hér í sólstofunni. Þeir voru greinilega að fela sig en nú eru þeir á pönnunni og líta vel út. Ætlum að setja sósu sem við erum að búa til af dauðri mús sem við fundum hérna úti og ætlum að nota halann sem tannstaungul. Húðina af músinni ætlum við að súta og liggj á henni fyrir framan arininn :-))
Kveðja, BNI og Sóley
Hæ hæ elsku heimshornaflakkararnir okkar við erum endalaust stolt af ykkur og þið eruð bara svo dugleg. Knús og kossar og gangi ykkur vel, Sóley og Björgvin
Þetta er án efa eitt af því ógeðslegasta sem ég hef séð, ég á eftir að fá martraðir :S
Kv. Sandra í sjokki
Oooooooj... er ekki McDonalds þarna eða eitthvað? ;);)
Þið eruð MJÖG hugrökk. :D
mmmmmm þið verðið fljót að koma ykkur inn í kreppuna þegar þið komið heim. Er ekki upplagt að opna veitingahús þegar heim er komið. kveðja pabbi Dagnýar
OJJJJJJJJJ.... ég trúi ekki að þið hafið borðað þetta... váá þíð eruð hugrökk..:)
Sakna ykkar
Kv Bryndís og Birkir
Hæ hó.
Flott nýja myndin af hofinu sem er á síðunni ykkar. Merkilega góð í að taka myndir.Það er töluverður snjór á Fjóni og svona pínu jólalegt :-)
Núna fer að styttast veran ykkar í Kambodíu ætli þið kveðjið ekki þar leið og ríkisstjórnin kveður hér.
Líklega nóg að gera hjá þér Stenni minn að fylgjast með fréttum að heiman.
Heyrumst á morgun
Post a Comment