Thursday, December 4, 2008

Hiti og sviti i nyju landi

Saelt veri folkid og afsakid ohoflega langa blogg-pasu. Thad hefur ekki verid skortur a hlutum til ad segja fra, heldur frekar skortur a tima til ad rita tha nidur (og stundum skortur a interneti). Thad er kannski rett ad taka thad strax fram ad vid erum ekki lengur a meginlandinu, heldur erum vid komin til Filipseyja. Svona til frodleiks tha bua her um 90 milljonir, hofudborgin heitir Manila og landid er samansett ur rumlega 7000 eyjum. Vid erum enn a fyrstu eyjunni. Eg kem betur ad thessu ollu a eftir en fyrst aetla eg ad segja fra sidustu dogum okkar i Kina.

Vid hofdum verid i Peking i nokkra daga og skodad ymislegt thegar sidasta faersla var skrifud. Daginn eftir forum vid med hopi folks ad Kinamurnum og gengum eftir honum i nokkra klukkutima. Thad var mjog skemmtilegt. Stuttu seinna heldum vid svo med naeturlest til Shanghai. Thvi midur voru ekki neinir beddar lausir svo vid thurftum ad sitja alla leidina. Vid komum nokkud sveitt a lestarstodina i Shanghai klukkan 7 um morguninn og forum beint a Burger King. Eftir tvofaldan beikonborgara og is forum vid nidri metro med allan okkar farangur a haannatima og keyptum mida i att ad hostelinu. Eg maeli ekki med thvi ad neinn reyni ad leika thetta eftir.


Kinamurinn i Peking

Vid eyddum viku i Shanghai enda var mikid um ad vera. Vinkona okkar Abi sem vid hittum i Dali byr i Shanghai og baud hun okkur tvisvar ut ad borda a medan vid vorum thar. Annad skiptid fengum vid m.a. sodna kjuklingafaetur. Their voru nokkud godir en madur thurfti alltaf ad tina tabeinin varlega ur munninum a ser adur en madur kyngdi. Thad var fyndid ad sja tha a disknum. Svo baud hun okkur lika heim til sin og spiladi fyrir okkur a gitar og song. Thad var verulega skemmtilegt ad hitta hana aftur og adra eins gestrisni hofum vid aldrei upplifad. Einn daginn forum vid svo a Visinda- og Taeknisafn Shanghai. Vid eyddum heilum degi i ad labba a milli haeda og skoda allskyns taeki, tol og dyr en okkur fannst samt eins og vid thyrftum allavega einn dag i vidbot, enda er safnid risastort. Stelpurnar thurftu audvitad ad fara ad versla einn daginn og af thvi tilefni for eg einn i leidangur, frjals og gladur. Fyrst for eg yfir i franska hverfid i Shanghai og skodadi husid thar sem Kommunistaflokkur Kina (CPC) var formlega stofnadur. Thad var mjog ahugavert en tho ekki jafn ahugavert og arodursplakata-safnid sem eg for svo ad skoda. Thar var ad finna hundrudir arodursplakata fra valdatima Mao-Zedong asamt thydingum og sogulegum skyringum til hlidsjonar. Sidasta daginn forum vid svo med segul-hradlest (sem kemst a 400 km hrada) upp a flugvoll og flugum til Filipseyja.

Pudong, sed fra The Bund i Shanghai

Thad var thaegilega kunnuglegt loftslag sem tok a moti okkur thegar vid lentum i Manila. Vid hofdum skilid kinverska vetrarkuldan eftir og gengum ut i heita og raka nottina. Vid eyddum 5 dogum i hofudborginni ad finna malariutoflur og spa i framhaldid. Okkur gekk ekki vel ad finna malariutoflurnar til ad byrja med og fannst okkur dalitid fyndid thegar vid Tinna vorum ad labba heim a hostel eitt kvoldid ad okkur var bodid ad kaupa viagra-toflur. Eftir ad hafa thraett gotur Manila gangandi og a "jeepney" fundum vid loks lyflaekni sem gat hjalpad okkur. Sidan akvadum vid ad skipta lidi og for Dagny sudur til eyju sem heitir Boracay medan vid Tinna heldum nordur til storu hrisgrjonaakranna i fjollunum.

Solsetur i Manila

Jonathan, franskur strakur sem vid hittum a hostelinu, slost i for med okkur og vid tokum naeturrutu til baejar sem heitir Banaue. Thadan fundum vid okkur svo far aleidis eftir veginum og gengum sidustu 3 klukkutimana upp og aftur nidur fjall til ad komast til litils fjallathorps sem heitir Batad. Gistingin okkar var eitt af nokkrum husum a svaedinu sem var med rafmagn og eftir ad solin hafdi sest (klukkan u.th.b. half 7) var nidamyrkur fyrir utan litinn eld sem stundum matti sja i fjarska. Ad sjalfsogdu forum vid snemma ad sofa og voknudum klukkan 6 a morgnanna til ad fara i langar gonguferdir um svaedid. Hrisgrjonaakrarnir sem teygja sig upp og nidur oll fjoll og dali eru med olikindum, ser i lagi thegar hugsad er til thess ad their voru byggdir fyrir 2000 arum. Annan daginn gengum vid ad fossi a svaedinu og bodudum okkur i iskolu vatninu. That var hressandi. Vid gistum i Batad i 3 naetur og gengum a fjorda degi aftur yfir fjallid og stoppudum vorubil a veginum. Vid klifrudum upp i kerruna og fengum far til Banaue thadan sem vid tokum rutu aftur til Manila.

Hrisgrjonaakrar i Batad

Nu sitjum vid Tinna a sama hostelinu og vorum ad ljuka vid ad kaupa flugmida til borgar sem heitir San Jose. Thadan aetlum vid okkur ad reyna ad komast til Pandan Island, litillar eyju ekki langt fra thar sem thu roltir med skjaldbokum eftir strondinni a morgnanna og syndir i heitum sjonum.

Goda skemmtun a skerinu.
Kv. Stenni

I kaldri anni

A leid til Banaue

13 comments:

Anonymous said...

Hæ Stenni,
Gaman að lesa bloggið, munið að baða ykkur ekki mikið í vötnum eða ám!!
Heyrumst um helgina
Mamma

Anonymous said...

þETTA ER NÚ BARA ALVEG FRÁBÆR FRÁSÖGN,GAMAN AÐ HEIRA FRÁ YKKUR.kVEÐJA jÓRUNN DAGNÝAR MAMMA

Anonymous said...

Elsku Dagný,
Kærar þakkir fyrir póstkortið sem kom núna í vikunni. Frábært að heyra frá þér.
Gangi ykkur vel í nýjum ævintýrum, það verður upplifun fyrir ykkur að dvelja um jól í svona framandi landi.

Kveðja úr Firðinum, Nanna og Siggi.

Anonymous said...

Lítil snúlla kom í heimin 28.11.08 er búin að setja myndir inn á www.123.is/sigrubirna

Kveðja Sigrún Birna

Anonymous said...

Hæ hæ
Skemmtilegt bloggið hjá ykkur eins og alltaf og sérstaklega gaman að sjá video frá ferðum ykkar;) Var að tala við mömmu og fékk að vita að þið eruð núna á æðislegri eyju þar sem þið getið synt í heitum sjónum og haft það kósý... væri alveg til í það:)
Knús og koss Kristín systir

Unknown said...

Hæ, hæ
Gaman að lesa bloggið ykkar ;) Gangi ykkur vel áfram.
Kveðja Þóra frænka

Anonymous said...

Elsku Tinna mín og Stenni minn.
Ég er næstum því að vera búin að læra nýjasta bloggið ykkar utan að langa gangan ykkar í fjöllum áPhilipseyjum hefur verið mjög spennandi og margt og mikið fallegt að sjá. Það er nú ekkert lítið um að vera hjá ykkur og mikli fróðleikur og draumadagar. Það er um að gera að njóta hvers dags og hafa það einnig náðugt. Mér leist nú ekkert á myndbandið þið að taka myndir og upp á vörubílapalli á þessum hrikalega vegi,það lá við að ég þyrfti að grípa fyrir augun af lofthræðslu.
Svakalega hlítur að vera gaman á þessari stóru eyju sem þið eruð á núna er hún ekki ca 1km :-)eftir því að maður best sér á netinu,mikil Paradís hjá ykkur.
Rosa gaman að lesa bloggið og hafið það áfram öll sem allra best,besta kveðja líka til Dagnýjar,

Munið 15 dagar til jóla í dag 2 dagar í að jólasveinar koma til byggða, ég veit ekki hvort þeir finni ykkur í fjöllunum eða ströndinni.

knús mamma

Anonymous said...

Hæ sæta fólk :)
æðisleg bloggin ykkar... rosa gaman að sjá myndböndin líka :)

hafiði það nú sem allra best..

Dagga frænka

Anonymous said...

Gaman að lesa um ferðir ykkar:) Kveðja, Íris Huld.

Anonymous said...

Hæ, vorum að skoða myndirnar frá Eyjunni ykkar. rosa flottar og skemmtilegt dýralíf. söknum ykkar
sjáumst.

kv. Birkir og mútta

Anonymous said...

Sæl Dagný,

Takk fyrir jólakortið sem þú sendir okkur um daginn. Það var gaman að heyra frá þér.

Hafðu það gott um jólin og við munum hugsa til þín í fjarlægu landi.

Kveðja, Siggi á Fífuvöllum

Anonymous said...

Var að skoða myndirnar ykkar og vááá hvað þetta er nice hjá ykkur:)!! fyrir utan þessu ógeðslegu kónguló sem var hjá ykkur!!
kv, Guðný Ó

Unknown said...

Hæ Tinna og Stenni, takk æðislega fyrir flotta jólakortið frá ykkur, myndin er svo skemmtileg - Jónu minni finnst þið svo falleg og Berglind er skotin í Stenna - og það er gaman að skoða myndirnar hérna á síðunni ykkar. Ég gleymi öllum kreppubölmóð þegar ég virði þær fyrir mér - ekki það að ég láti kreppuna sliga mig. Endilega bloggið sem oftast og sýnið sem flestar myndir :)
Baldur