Tuesday, October 7, 2008

Tynd i steinaskogi

Vid erum buin ad upplifa margt skemmtilegt thessa sjo daga sem vid erum buin ad vera i Kina. Hingad til hefur okkur verid mjog vel tekid, folk brosir til okkar og hlaer lika mikid af okkur. Folki finnst serstaklega fyndid thegar madur reynir ad ropa einhverju ut ur ser a kinversku. Thad hafa komid upp morg hlaegileg atvik thegar vid erum ad reyna ad tala vid Kinverja. Vid vorum t.d. ad kaupa okkur simkort um daginn og madurinn i budinni kunni ekki stakt ord i ensku. Hann taladi bara endalasut a kinversku i von um ad vid myndum skilja hann ad lokum. En svo datt honum thad snilldar rad i hug ad skirfa bara allt nidur med kinverskum taknum. Hann helt ad vid myndum skilja hann tha og var sko mjog sattur med thessa godu hugmynd sina. I annarri bud kunni afgreidslumadurinn orlitla ensku og bad okkur um ad tala kinversku, en vid sogdum ad vid gaetum thad ekki. Tha sagdi hann bara "please try" og beid svo bara eftir thvi ad vid myndum allt i einu byrja ad tala kinversku.


Vid erum buin ad hjola mikid um a hjolastigunum i Kunming. Thad er rosalega gaman og umferdin er lika mjog orugg. Vid erum t.d. buin ad hjola og skoda Lake Dian og rosalega flottan almenningsgard. Umferdarskiltin og allar merkingar eru hinsvegar a kinversku (fyrir utan a nokkrum staerstu gatnamotunum) svo vid hofum nokkrum sinnum tynst. En folkid herna hefur verid alveg rosalega hjalpsamt og er alveg i skyjunum ef thad getur hjalpad manni, oftar en einu sinni hafa okunnugir meira ad segja farid med okkur langa leid og synt okkur stadinn.


I gaer forum vid svo ad skoda "Stone forest", en Kari komst thvi midur ekki med thvi hann var med magakveisu. Vid hin forum nidur a rutustod med litid blad sem a voru tvo kinversk takn og vonudum thad besta. Thad gekk otrulega vel og tveimur klukkutimum seinna vorum vid villt i storu volundarhusi af steinum. Thad var svakalega flott ad sja hvernig steinarnir eru bunir ad radast tharna upp a longum tima og thid getid skodad fleiri myndir af thessu a flickr-sidunni okkar. Kara lidur sem betur fer agaetlega i maganum nuna thott hann eigi einum naerbuxum faerri.


Gatan sem liggur vid hlidina a hostelinu okkar er alsett tonlistarbudum, og thid getid rett svo imyndad ykkur hvort thad hafi ekki vakid upp mikla gledi. Eg hef hvergi sed jafn mikinn fjolda af flyglum og pianoum a sama svaedinu. Eg og Stenni forum i sma tonlistarbudarolt og eg fekk ad spila a piano i fyrsta skipti i tvo manudi. Thad var geggggggjad. A leidinni til baka saum vid svo straka a litlum freestyle-hjolum ad gera listir rett hja hostelinu.


A morgunn holdum vid hins vegar med naeturlest til litils baejar sem heitir Anshun og thar aetlum vid ad skoda staerstu fossa i Asiu.

Kv. Tinna og Stenni

8 comments:

Unknown said...

Ég get ímyndað mér að það hafi vakið mikla lukku að komast í návígi við píanó eftir svona langa fjarveru! Það er æðislega gaman að fylgjast með ykkur og ég hlakka til að sjá í hvaða ævintýri þið lendið næst. Ég er rosa sátt með hvað þið eruð dugleg að blogga og setja inn myndir :) Haldið áfram að njóta lífsins! Knús og kram til þín elsku Tinna mín. Þín vinkona, Ásbjörg

Anonymous said...

Sæl og blessuð

Það er greinilega skemmtilegra hjá ykkur en hérna á skerinu. Gaman að lesa pistlanna ykkar.
Hafið það gott í Kína. Spurning hvort þið ættuð ekki að koma með svolítið af sósalisma þaðan til að kenna íslenskum ráðamönnum hvernig á að koma fram við þjóðina.
Lifi byltingin.

kv.
Hörður

Anonymous said...

Hæ hó elskurnar mínar.

Þetta er meira ævintýrið hjá ykkur, skemmtilegt bloggið og flottar myndirnar úr steinaskóginum........það er gaman hvað þið takið mikið af skemmtilegum myndum en mér bauð við öndunum ég vil ekki fá eina senda í pósti :-(
Ég sé þig Tinna mín alveg fyrir mér inni í píanóbúðinni að spila á píanóið reyndu bara sem oftast að komast til að spila....svo getur þú kannski farið að troða upp einhvernstaðar ..heee

knús og kossar , mamma

Anonymous said...

Sæl.
Erum hér átta og búin að borða Marbella kjúkling og erum öll sammála um að sósíalisminn sé að koma. Hér er allt að fara til fjandans og spurning hvort ekki vanti aðstoðarskólameistara í KÍNA og einhvern til að hressa upp á golfið þarna eystra.

Lifi byltingin

PS. Mamma (María) þín er farin að safna flöskum

Anonymous said...

hæhæ skviz! gaman að sjá hvað þið skemmtið ykkur vel!! við erum sko ekkert öfundsjúk hérna í álverinu.... fyrirgefðu hvað við erum búin að vera löt að skrifa en svona er þetta bara hehe... mamma þín var að skamma okkur um daginn og alveg með réttu :) vonum að allt verði sem best hjá ykkur og að þessi blessaða króna okkar sem er í frjálsu falli þessa dagana hafi ekki slæm áhrif á gjaldeyrisforðann ykkar!!!
bestu kveðjur frá 5 vaktinni í kerskálanum þín er sárt saknað litla skellibjalla!!!!

Anonymous said...

váááá þetta er svo endalaust gaman hjá ykkur og mikil upplifun.. tóm gleði hjá ykkur og laus við allt krepputal, eða mest vona ég;)

love, ólöf karla

Anonymous said...

bwahahaha,alger snilld að Kínverjar haldi bara að "allt í einu" getið þið talað eða skilið kínversku..það væri svo sem ekki leiðinlegur möguleiki hehe...en sumt fólk er svo frábært svona!:)
spennt að heyra/sjá meira:)
kv.Ösp

Anonymous said...

Eg er kominn aftur her er gott veður og hlytt afi enn i girðingarvinnu tad er svo gaman að heyra hvað allt gengur vel hja ykkur hef kanske fleira að segja næst kveðja amma Dia