Wednesday, December 17, 2008

Synt með risa skjaldböku og hitabeltisfiskum

Sidustu dagar eru bunir ad vera algjor draumur. Vid forum til Pandan Island, en thad er litil, saet og otrulega skemmtileg eyja (alika stor og Videy). Thad eina sem er a eyjunni er gistingin og allt i kringum hana, vid gistum i strahusi og vorum sko aldeilis ekki ein i husinu. Vid eignudumst marga skemmtilega vini eins og RISA kongulo og mega saeta edlu sem hjalpadi okkur vid ad borda ovinina, hun gleymdi samt kongulonni, hun var kannski of stor fyrir hana (hun hefdi ekki getad stadid i lofanum a okkur). En Stenni minn drap hana a endanum, og eina mogulega vopnid i hans huga var akkurat sandalinn minn!

Kongluloin sem edlan gleymdi ad borda

Thad var ekkert sma margt og skemmtilegt sem vid gerdum a eyjunni og mikid sem vid hofum aldrei upplifad adur. Vid forum m.a ad kafa, thad var nu meiri snilldin. Eftir ad vera komin i allan kofunarbunadinn og buin ad fa goda kennslu a ollum oryggisatridum helt kennarinn med okkur nidur i sjoinn. Thar sinntum vid a 11 metra dypi med fallegu fiskunum og litrikum korolunum. Thad var ekkert sma magnad ad vera nidri og alveg uppvid fiskana sem voru i ollum regnbogans litum, thetta var eins og madur vaeri staddum i midri teiknimynd, alveg olysanlegt.

Stenni snorklari

Vid vorum lika mikid ad snorkla, og thad var sko ekki litid sem madur sa. Eitt skiptid saum vid RISA skjaldboku. Hun er af Green Turtles tegund og var naestum jafn long og Stenni og miklu miklu breidari. Vid kofudum oft nidur til hennar og vorum ad horfa a hana borda sjograsid, ekkert sma krutt, svona kind hafsbotnsins. Stora saeta skjaldbakan for svo ad synda til ad fara upp og fa ser surefni og tha syntum eg og Stenni sitt hvorum megin vid hana. Thetta var otrulegt.

Tinna ad fljota i heitum sjonum

Einn daginn leigdum vid okkur lika kano og rerum i kringum eyjuna, thad var rosalega gaman. Vid stoppudum einu sinni a litilli strond til ad hvila okkur, og svo var eg lika svo heppin ad sitja fyrir aftan Stenna svo eg gat tekid mer nokkrar laumu pasur, thetta reyndi nu slatta a hendurnar. Svo duttum vid tvisvar ut ur batnum, thad var frekar mikid fyndid. Vid aetludum ad reyna ad labba i kringum eyjuna en vid endudum inni frumskoginum og maettum svakalega storri og flottri edlu. Thad var lika vodalega notalegt ad slaka a a strondinni, synda i sjonum, lesa og hafa thad kosy, ekki betri stad ad finna til thess.

Strondin a Pandan Island

Til thess ad komast til Pandan tokum vid eitt flug og i tollinum var eg tekin med skaeri, eg er bara ordinn glaepon. Svo thurfum vid lika ad taka bat og rutu sem hossadist frekar mikid, og vid vorum svo heppin ad ad vid maettum biludum vorubil a einbreidum vegi svo vid vorum fost eitthverstadur uti rassgati i 1 og halfan tima.

Strahusid okkar a Pandan

Nuna erum vid hinsvegar komin til Boracay, en thad er algjor turista eyja, allt odruvisi en Pandan. Vid erum buin ad finna aedislegan stad til thess ad vera a um jolin, buin ad fa litinn kofa a strond a eyju sem heitir Guimaras. Okkur finnst nu ekki mjog jolalegt herna hja okkur i steikjandi hitum og i sumarfotunum, og thad sem gerir thad mest ojolalegt er ad vid erum i burtu fra fjolskyldum okkar. Thad er frekar frekar fyndid ad sja jolatre og jolaskraut eins og snjokalla herna i Filipseyjum. Thetta er allt vodalega skritid en skemmtileg a sama tima.

Baturinn til Pandan Island

Eg sendi rosalega stora jolakvedju til ykkar heima og ef thad verdur ekki internet thar sem vid munum halda jolin okkar segjum vid bara GLEDILEG JOL.

Tinna

Thursday, December 4, 2008

Hiti og sviti i nyju landi

Saelt veri folkid og afsakid ohoflega langa blogg-pasu. Thad hefur ekki verid skortur a hlutum til ad segja fra, heldur frekar skortur a tima til ad rita tha nidur (og stundum skortur a interneti). Thad er kannski rett ad taka thad strax fram ad vid erum ekki lengur a meginlandinu, heldur erum vid komin til Filipseyja. Svona til frodleiks tha bua her um 90 milljonir, hofudborgin heitir Manila og landid er samansett ur rumlega 7000 eyjum. Vid erum enn a fyrstu eyjunni. Eg kem betur ad thessu ollu a eftir en fyrst aetla eg ad segja fra sidustu dogum okkar i Kina.

Vid hofdum verid i Peking i nokkra daga og skodad ymislegt thegar sidasta faersla var skrifud. Daginn eftir forum vid med hopi folks ad Kinamurnum og gengum eftir honum i nokkra klukkutima. Thad var mjog skemmtilegt. Stuttu seinna heldum vid svo med naeturlest til Shanghai. Thvi midur voru ekki neinir beddar lausir svo vid thurftum ad sitja alla leidina. Vid komum nokkud sveitt a lestarstodina i Shanghai klukkan 7 um morguninn og forum beint a Burger King. Eftir tvofaldan beikonborgara og is forum vid nidri metro med allan okkar farangur a haannatima og keyptum mida i att ad hostelinu. Eg maeli ekki med thvi ad neinn reyni ad leika thetta eftir.


Kinamurinn i Peking

Vid eyddum viku i Shanghai enda var mikid um ad vera. Vinkona okkar Abi sem vid hittum i Dali byr i Shanghai og baud hun okkur tvisvar ut ad borda a medan vid vorum thar. Annad skiptid fengum vid m.a. sodna kjuklingafaetur. Their voru nokkud godir en madur thurfti alltaf ad tina tabeinin varlega ur munninum a ser adur en madur kyngdi. Thad var fyndid ad sja tha a disknum. Svo baud hun okkur lika heim til sin og spiladi fyrir okkur a gitar og song. Thad var verulega skemmtilegt ad hitta hana aftur og adra eins gestrisni hofum vid aldrei upplifad. Einn daginn forum vid svo a Visinda- og Taeknisafn Shanghai. Vid eyddum heilum degi i ad labba a milli haeda og skoda allskyns taeki, tol og dyr en okkur fannst samt eins og vid thyrftum allavega einn dag i vidbot, enda er safnid risastort. Stelpurnar thurftu audvitad ad fara ad versla einn daginn og af thvi tilefni for eg einn i leidangur, frjals og gladur. Fyrst for eg yfir i franska hverfid i Shanghai og skodadi husid thar sem Kommunistaflokkur Kina (CPC) var formlega stofnadur. Thad var mjog ahugavert en tho ekki jafn ahugavert og arodursplakata-safnid sem eg for svo ad skoda. Thar var ad finna hundrudir arodursplakata fra valdatima Mao-Zedong asamt thydingum og sogulegum skyringum til hlidsjonar. Sidasta daginn forum vid svo med segul-hradlest (sem kemst a 400 km hrada) upp a flugvoll og flugum til Filipseyja.

Pudong, sed fra The Bund i Shanghai

Thad var thaegilega kunnuglegt loftslag sem tok a moti okkur thegar vid lentum i Manila. Vid hofdum skilid kinverska vetrarkuldan eftir og gengum ut i heita og raka nottina. Vid eyddum 5 dogum i hofudborginni ad finna malariutoflur og spa i framhaldid. Okkur gekk ekki vel ad finna malariutoflurnar til ad byrja med og fannst okkur dalitid fyndid thegar vid Tinna vorum ad labba heim a hostel eitt kvoldid ad okkur var bodid ad kaupa viagra-toflur. Eftir ad hafa thraett gotur Manila gangandi og a "jeepney" fundum vid loks lyflaekni sem gat hjalpad okkur. Sidan akvadum vid ad skipta lidi og for Dagny sudur til eyju sem heitir Boracay medan vid Tinna heldum nordur til storu hrisgrjonaakranna i fjollunum.

Solsetur i Manila

Jonathan, franskur strakur sem vid hittum a hostelinu, slost i for med okkur og vid tokum naeturrutu til baejar sem heitir Banaue. Thadan fundum vid okkur svo far aleidis eftir veginum og gengum sidustu 3 klukkutimana upp og aftur nidur fjall til ad komast til litils fjallathorps sem heitir Batad. Gistingin okkar var eitt af nokkrum husum a svaedinu sem var med rafmagn og eftir ad solin hafdi sest (klukkan u.th.b. half 7) var nidamyrkur fyrir utan litinn eld sem stundum matti sja i fjarska. Ad sjalfsogdu forum vid snemma ad sofa og voknudum klukkan 6 a morgnanna til ad fara i langar gonguferdir um svaedid. Hrisgrjonaakrarnir sem teygja sig upp og nidur oll fjoll og dali eru med olikindum, ser i lagi thegar hugsad er til thess ad their voru byggdir fyrir 2000 arum. Annan daginn gengum vid ad fossi a svaedinu og bodudum okkur i iskolu vatninu. That var hressandi. Vid gistum i Batad i 3 naetur og gengum a fjorda degi aftur yfir fjallid og stoppudum vorubil a veginum. Vid klifrudum upp i kerruna og fengum far til Banaue thadan sem vid tokum rutu aftur til Manila.

Hrisgrjonaakrar i Batad

Nu sitjum vid Tinna a sama hostelinu og vorum ad ljuka vid ad kaupa flugmida til borgar sem heitir San Jose. Thadan aetlum vid okkur ad reyna ad komast til Pandan Island, litillar eyju ekki langt fra thar sem thu roltir med skjaldbokum eftir strondinni a morgnanna og syndir i heitum sjonum.

Goda skemmtun a skerinu.
Kv. Stenni

I kaldri anni

A leid til Banaue